Nám í fjölmenningarlegum fræðum hefur það að markmiði að kynna menningarlega meðvitund, þekkingu á sjálfum sér sem og hvetja til einingar þvert á hið fjölbreytilega.
 
Öll þessi markmið eru að finna í listum því tungumál þeirra eru án landamæra. Þessi áfangi hvetur nemendurna til að kanna eigið líf og samfélög auk þess að skoða framandi heima óháða landmærum, menningu og samfélagsstétt. Skoða verður sérstaklega hugtakið fyrirmynd og hlutverk mentora.
 
Í lok námskeiðs ættu nemendur að geta;
-fjallað um hverning hægt er að nýta listgreinar í fjölmenningarlegri kennslu,
-skipulagt og framkvæmt kennslu sem byggir á hugmyndafræði fjölmenningarfræða,
-gert grein fyrir hlutverki mentora og skapað aðstæður til að styrkja þeirra starf,
-lagt mat á eigin kennslu með hliðsjón af fræðum,
-fjallað um tengsl fræða og framkvæmdar.
 
Námsmat: Verkefni, vinnubók og virkni.
 
Kennari: Dr. Ásthildur B. Jónsdóttir.
 
Kennslutungumál: Íslenska.
 
Staður og stund: Fjarnámskeið. Kennsludagar: 16., 18., 23., 25., febrúar kl. 13-17.
 
Tímabil: 16.- 25. febrúar 2021.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Verð:  49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409