Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum eða kennurum sem starfa með eða hafa hug á að starfa með nemendum með ólíka færni. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Á námskeiðinu verður fjallað um ólíkan skilning á fötlun í gegnum aldirnar, hugmyndafræði og lög um menntun fyrir alla og þátttöku og aðgengi fatlaðs fólks í ólíkum listgreinum og í listnámi. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á eðli aðgreiningar í menntakerfinu og í ólíkum listgreinum og leita leiða til úrbóta sem og að rýna í ,,verkfæri" sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni.
Farið verður í vettvangsheimsóknir í skóla og staði þar sem kennsla í listum fer fram og gestafyrirlesarar fengnir í heimsókn.
 
Námsmat: Verkefni og vettvangsvinna
Kennari: Margrét Norðdahl
Deild: Listkennsludeild
Staður og stund: Laugarnes, TBA
Tímabil: haust 2023
Einingar: 6 ECTS
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum)
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar, olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249