Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum sem vilja ná betri tökum á því að koma fram og halda erindi og fyrirlestra. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.

Námskeið í frásagnartækni og fyrirlestrum. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af þeim tæknilega grunni sem lagður var í áfanganum Rödd, spuni tjáning. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að þróa persónulegan frásagnarstíl hvers þátttakanda. Þátttakendur fá þjálfun í framsögn í gegnum verklegar æfingar, öndun, raddæfingar og fjölbreytta fyrirlestra.

Í lok námskeiðs ættu nemendur að geta:

  • komið fram af öryggi og tjáð sig fyrir framan hóp,
  • undirbúið og sett fram mismunandi kynningar með faglegri framkomu,
  • nýtt sér hjálpartæki (skjávarpa, fjarstýringar, hljóðnema o.fl) við flutning fyrirlestra,
  • nýtt sér fjölbreyttar leiðir til að vinna með stress og kvíða.

 

Námsmat: Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat.

Kennari: Vigdís Lebas Gunnarsdóttir

Staður og stund: Laugarnes, föstudögum kl. 13:00 til 15:50

Tímabil: Hausti 2020, 9. október til 27. nóvember

1. tími: 9. október, kl. 13:00-15:50

2. tími: 16. október, kl. 13:00-15:50

3. tími: 23. október, kl. 13:00-15:50

4. tími: 13. nóvember, kl. 13:00-15:50

5. tími: 20. nóvember, kl. 13:00-15:50

6. tími: 27. nóvember, kl. 13:00-15:50

Einingar: 2 ECTS.

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 

 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249