Listaháskólanum er heimilt að nýta sér öll verk nemenda, í hvaða formi sem er, til kynningar á starfsemi skólans allt frá því að nemandinn innritast í skólann og þar til fimm árum eftir að hann hefur útskrifast. Gæta skal sérstaklega að sæmdarrétti viðkomandi nemanda/höfundar í slíkum tilfellum.

Listaháskólinn óskar þess að í upplýsingum/kynningarefni um þau útskriftarverkefni, sem hugsanlega birtast síðar á opinberum vettvangi, sé þess getið að verkin hafi orðið til sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands.

Listaháskólinn setur engar skorður við því að nemendur komi fram í eigin nafni/birti verk sín á námstímanum, en fer fram á að þeir tillkynni slíkt viðkomandi fagstjóra.