Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í meistaranámi í myndlist. 
 
Umhverfi okkar og vistkerfi er undir meira álagi og stendur meiri ógn af umsvifum mannkyns en áður hefur þekkst. Þetta ástand kallar á nýjar leiðir til að fást við aðkallandi vistfræðilegar og líf-pólitískar spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Mörg þeirra viðfangsefna sem aðkallandi eru, snerta samband okkar við dýr, við náttúruna og umhverfi okkar. Innan samtíma myndlistar eru spurningar um framsetningu á náttúrunni og dýrum, og viðfangsefni dýrasiðfræði og náttúrusiðfræði sett fram og rannsökuð með aðferðum listarinnar. Í námskeiðinu munum við skoða hvernig list og siðfræði, og list og vistfræði eru samtvinnuð. Birtingarmyndir dýra og náttúru í myndlist verða kannaðar og helstu fagurfræðilegu og siðferðilegu viðfangsefni sem því tengjast kynnt og greind. Þetta mun leiða okkur inn í líf-pólitíska orðræðu, mannöldina og hlutmiðaða verufræði. Námskeiðið er í fyrirlestraformi, en þátttaka í umræðum og verkefnum er nemendum nauðsynleg.
 
Námsmat: Skrifleg verkefni og þátttaka
 
Kennari: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
 
Gestakennarar: Æsa Sigurjónsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Þorvarður Árnason, Skúli Skúlason, Sigrún Inga Hrólfsdóttir o.fl.
 
Staður og stund: Laugarnesi á þriðjudögum kl. 10:30 - 12:10.
 
Tímabil: 28. ágúst - 6. nóvember, 2018
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is