Tónleikar í Salnum í Kópavogi 18. maí kl. 20:00.
Lillý Rebekka hóf píanónám 6 ára gömul í Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu en fljótt bættist þverflautan við og varð að lokum aðalhljóðfæri. Kennarar hennar hafar verið Skarphéðinn H. Einarsson, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Birna Bragadóttir og Petrea Óskarsdóttir og lauk Lillý árið 2012 framhaldsprófi á þverflautu frá Tónlistarskólanum á Akureyri undir leiðsöng Petreu. Samhliða tónlistarnáminu lauk Lillý árið 2009 stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og 2013 B.S. í Iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri. Haustið 2013 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og hefur síðan þá lært hjá Martial Nardeu á þverflautu.
Á tónleikunum verða flutt verk m.a. eftir Ástor Piazzolla, François Borne, Magnús Blöndal Jóhannsson og Otar Taktakishvili.