Lilja Björk Runólfsdóttir  
Skyn 

Skilningarvitin eru forsenda alls þess sem við hugsum og gerum. Þau færa okkur sjálfheiminn, eina veruleikann sem við getum vitað að sé til.   

  

Hver og einn á sinn eigin afstæða sjálfheim sem er mótaður alfarið á forsendum skynjunarinnar. Skynfærin skynja þó aðeins lítið brot af umhverfinu – og því má gera ráð fyrir því að heimurinn, í sinni víðustu mynd, sé gjörólíkur sjálfheimi okkar. Á síðari tímum hefur okkur tekist, með tækni og tækjum, að skynja ýmislegt sem við skynjum annars ekki. Þannig höfum við náð að framlengja skynjun okkar og stækka sjálfheiminn. En hafa okkar náttúrulegu skynfæri náð að vaxa nægilega út í þennan nýja sjálfheim?