Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er kennt á ensku. Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja þjálfa færni sína í líkamlegu leikhúsi. Námskeiðið er valnámskeið BA stigi sviðslistardeildar.
 
Námskeiðið er krefjandi líkamleg þjálfun sem byggð er á látbragðsleik.
 
Látbragðsleikur (e. corporeal mime technique) er tæknilega nákvæm leiktúlkunaraðferð sem beinir sjónum að líkamanum og líkamlegar gerðir í leiklistinni án orða.
 
Í gegnum einstakt líkamstungumál gefst nemendum tækifæri á að skoða hvernig túlka má á leikrænan hátt hegðun og hátterni mannsins frá einföldum hversdagslegum athöfnum til hins afstæða. Unnið er með samleik, tækni, persónusköpun og lærð hreyfimynstur, spuna og samsetningar.
 
Námsmat: Símat
 
Kennari: Eygló Belafonte og Ramon Duarte Ayres
 
Staður og stund: Sölvhólsgata 13, virka daga frá kl.08:30 – 12:10
 
Tímabil: 8. - 19. janúar, 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum). 
 
Forkröfur: BA gráða í sviðslistum
 
Nánari upplýsingar: DagmarAtladóttir, deildarfulltrúi sviðslistadeildar: dagmar [at] lhi.is