HAFRAGRAUTUR

Að læra íslensku sem annað mál með tón- og leiklistaraðferðum

 
Útgangspunkturinn í MA-verkefninu er íslenskunámskeið fyrir byrjendur sem ég kenndi sumarið 2018.
 
Í kennslunni notaði ég bæði aðferðir sem kalla má hefðbundnar í tungumálakennslu en í ríkum mæli einnig aðferðir sem helst tíðkast í tónlistar- og leiklistarkennslu, jafnvel í danskennslu.
 
Ég tók upp myndband á meðan á námskeiðinu stóð og skrifaði dagbókarfærslu eftir hvern kennslutíma. Í myndbandinu fær áhorfandi nasasjón af þjálfunaraðferðunum sem voru notaðar á námskeiðinu, vonandi líka smá innsýn í aðferðirnar sjálfar. Einnig er hægt er að fylgjast með framförum málnemanna og skyggnast inn í hugarheim þeirra.
 
Ég lagði drög að kennsluáætlun áður en námskeiðið hófst en hafði hana opna, frekar eins og áttavita til að rata á víðavangi en fyrirfram skorðaða braut enda átti námskeiðið að vera meðal annars leit að nýrri þekkingu bæði fyrir kennarann og nemendurna.
 
Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar stikla ég á ýmsum kenningum, tilgátum og hugleiðingum fræðimanna sem hafa hjálpað mér að glöggva mig á máltileinkunarferlinu, námssálfræði, taugafræði og starfsemi mannsheilans. Ég ber saman eldri kenningar um máltileinkun og nýrri vitneskju úr heilarannsóknum á 21. öldinni og bendi á hvernig nýlegri rannsóknir geta bætt þekkingu okkar og hvatt okkur jafnvel til að endurmeta afstöðu okkar til máltileinkunar.
 
Á grundvelli minnar eigin reynslu sem tungumálakennari og málnemi, auk þess ýmissa eldri og nýlegri fræðikenninga þróa ég aðferðir sem ég kynni í þessari ritgerð.
 
 
lemme_kynningarmynd.jpg
 

 

Lemme Linda Saukas Olafsdóttir
lemme [at] lemme.is
Leiðbeinendur: María Anna Garðarsdóttir og Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir
30 ECTS
Listkennsludeild
2021