Nemendur kynnast áhugaverðum heimi leturs og leturhönnunar í gegnum skapandi æfingar og tilraunir. Nemendur sjá hvernig hægt er að búa til letur úr formum sem leynast í umhverfi og náttúrunni.  Nemendur kynnast grunnþáttum leturhönnunar, hvernig letur hefur þróast úr handskrift yfir í stafrænar skriftir og hvernig stafaformin geta haft áhrif á efnið sem þau miðla. Nemendur prófa ólíkar aðferðir við hugmyndavinnu og teikningu í leturhönnun. Nemendur vinna að sínu eigin leturverkefni auk þess að vinna saman í hóp í fjölbreyttum æfingum. 
 
Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa grunnþekkingu á einkennum leturs og öðlast innsýn í heim leturhönnunar.  Nemendur hafa skiling á notkunarmöguleikum leturs og hvernig hægt er byggja upp áhugaverð stafaform. Í lok námskeið hafa nemendur unnið að eigin hönnunarverkefni. 
 
Námsmat: Námsmat fer fram með verkefnum í tímum.
 
Fyrir hverja er námskeiðið: Ungt fólk á aldrinum 16-22 ára sem vill kynnast grafískri hönnun og þá sérstaklegra letri og leturhönnun. Námskeiðið er kynning á háskólanámi í grafískri hönnun og er góður undirbúningur fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér að sækja um nám í Listaháskólanum.
 
Kennari: Gabríel Markan
Einingar: Námskeiðið er án eininga
Kennslutungumál: Íslenska
Staðsetning: Laugarnes
Kennslutímabil: Alla virka daga 15.-26. júní.
Tímasetning: kl. 13:00-16:00
Forkröfur: Engar forkröfur, þátttakendur á aldrinum 16 – 22 ára
 

Rafræn umsókn