Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki og þeim sem vinna að leiklist með börnum og ungmennum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður veitt innsýn í starf leikstjórans í gegnum verklegar æfingar og hópvinnu. Nemendur fá tækifæri til þess að sviðsetja stuttar senur undir leiðsögn atvinnuleikstjóra. Sérstök áhersla verður lögð á aðferðir sem hæfa vinnu með börnum og ungu fólki.
 
Námsmat:  Þátttaka, virkni og verkefnaskil.
 
Kennari: Árni Kristjánsson. 
 
Staður og stund: Laugarnes, mánudagar. kl. 13.00 - 15.50.
 
Tímabil: 28. jan. - 18. mar 2019, (6 skipti).
 
28.01.2019 13:00 - 15:50
04.02.2019 13:00 - 15:50
11.02.2019 13:00 - 15:50
18.02.2019 13:00 - 15:50
11.03.2019 13:00 - 15:50
18.03.2019 13:00 - 15:50
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu/ sambærilegt nám eða öðru fólki með starfsreynslu með börnum/ ungmennum.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249