Fyrir hvern er námskeiðið: Nemendur í meistarnámi í listkennslu LHÍ 
 
Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í uppruna, kenningar og aðferðir leiklistarmeðferðar í gegnum stutta fyrirlestra, umræður og þátttöku í verkefnum og æfingum.
 
Sérstök áhersla er lögð á hlutverkaaðferðina og notkun frávarps innan hennar (e. Projective Techniques). Nemendur fá sjálfir að upplifa leiklistarmeðferð og þá möguleika sem hún hefur.
 
Í leiklistarmeðferð eru aðferðir leiklistar notaðar til að hjálpa fólki að öðlast betri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu og til að hvetja til breytinga.
 
Leiklistarmeðferð hefur verið notuð með góðum árangri með ólíkum hópum í mörg ár t.d. á geðdeildum, meðferðarheimilum, í fangelsum, á elliheimilum, í skólum og á einkareknum meðferðarstofum. „Unlike talk therapy, drama therapy gets there really fast. Role-playing –acting out issues and problems – is more effective than talking” – Robert Landy, Director Drama Therapy Program, New York University.
 
Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta: 
  • gert grein fyrir sögu og helstu aðferðum leiklistarmeðferðar,
  • skilgreint áherslur helstu kenningarsmiða í leiklistarmeðferð,
  • beitt hugtakinu frávarp og skilgreint hvernig það er notað í leiklistarmeðferð,
  • þekkt möguleika hlutverkaaðferðarinnar í leiklistarmeðferð,
  • beitt hugtakinu fjarlægð (e. distancing) í tengslum við leiklistarmeðferð.
 
Kennari: Sigríður Birna Valsdóttir er með meistarapróf í Leiklistar-meðferð frá New York háskóla, diploma í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands og kennarapróf (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Hún starfar í Hagaskóla þar sem hún kennir leiklist og sinnir meðferðarvinnu. Hún er einnig sjálfstætt starfandi fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur. Sigríður Birna hefur nýtt aðferðir leiklistarmeðferðar með fólki á öllum aldri í fjölmörg ár.
Staður og stund: Laugarnes, haust  
Tímabil: 6. október til 17. nóvember 2020
Einingar: 2 ECTS.
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá er námskeiðið eingöngu í boði fyrir nemendur í meistarnámi í listkennslu LHÍ. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249