Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist kennurum, leikhúsmenntuðu fólki og þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í uppruna, kenningar og aðferðir leiklistarmeðferðar í gegnum stutta fyrirlestra, umræður og þátttöku í verkefnum og æfingum.
 
Sérstök áhersla er lögð á hlutverkaaðferðina og notkun frávarps innan hennar (e. Projective Techniques). Nemendur fá sjálfir að upplifa leiklistarmeðferð og þá möguleika sem hún hefur.
 
Í leiklistarmeðferð eru aðferðir leiklistar notaðar til að hjálpa fólki að öðlast betri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu og til að hvetja til breytinga.
 
Leiklistarmeðferð hefur verið notuð með góðum árangri með ólíkum hópum í mörg ár t.d. á geðdeildum, meðferðarheimilum, í fangelsum, á elliheimilum, í skólum og á einkareknum meðferðarstofum. „Unlike talk therapy, drama therapy gets there really fast. Role-playing –acting out issues and problems – is more effective than talking” – Robert Landy, Director Drama Therapy Program, New York University.
 
Kennari: Sigríður Birna Valsdóttir er með meistarapróf í Leiklistar-meðferð frá New York háskóla, diploma í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands og kennarapróf (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Hún starfar í Hagaskóla þar sem hún kennir leiklist og sinnir meðferðarvinnu. Hún er einnig sjálfstætt starfandi fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur. Sigríður Birna hefur nýtt aðferðir leiklistarmeðferðar með fólki á öllum aldri í fjölmörg ár.
 
Staður og stund: Laugarnes, 19., 21., og 28. nóv kl. 16-18:50 og 1. og 8. desember (laugardagar) kl. 10-14.
 
Tímabil: 19. nóvember - 8. desember, 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249