Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir fólk sem vill vinna með texta og yfirfæra yfir á leikrit eða önnur svið lista. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu kynnast nemendur ferlinu við það að vinna leikgerð út frá skáldsögu og/eða öðrum prósa. Spurt er hvað einkennir skáldsögur sem henta vel til sviðsetningar í leikhúsi. Nemendur takast á við verklegar æfingar tengdar leikgerðavinnu undir handleiðslu kennara.
 
Námsmat: Virkni og verkefni.
 
Kennari:
 
Staður og stund: Laugarnes, nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Vor 2019.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409