Almennar leiðbeiningar um umsóknir 

Allar umsóknir um nám fara í gegnum umsóknargátt og munu öll þín samskipti varðandi umsóknarferlið fara fram þar.
Umsóknargjald 5.000 ISK er greitt í seinasta skrefi rafrænu umsóknarinnar. Innritaðir og brautskráðir nemendur sem eru með Ugluaðgang þurfa einnig að stofna sérstakan aðgang í samskiptagáttina þegar sótt er um nýtt nám. 

Sótt er um skólavist í gegnum umsóknargátt Listaháskóla Íslands: https://ugla.lhi.is/namsumsoknir

Umsækjendur eru beðnir um að fylgjast reglulega með umsóknum sínum og samskiptum inni í gáttinni.
 

Mikilvægt er að skila staðfestum afritum af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki) með stimpli frá viðkomandi skóla og/eða staðfest námsferilsyfirlit yfir loknar einingar
Viðkomandi stofnunnar. Umsækjendur sem eru skráðir á Innu (upplýsingarkerfi framhaldsskólanna) geta veitt Listaháskólanum samþykki sitt til að sækja rafræn prófskírteini þeirra á Innu. 

Umsækjendur sem eru samþykktir greiða staðfestingargjald í gegnum umsóknargátt og innritast þar með sjálfkrafa inn á þá námsleið sem sótt var um hjá Listaháskóla Íslands. 

 

Sérleiðbeiningar allra námsleiða

Arkitektúrdeild

BA Arkitektúr

MArch Arkitektúr

 

Hönnunardeild

BA Fatahönnun

BA Grafísk hönnun

BA Vöruhönnun

MA Hönnun

 

Kvikmyndalistadeild

BA Kvikmyndagerð

 

Listkennsludeild

Tveggja ára, 120 eininga meistaranám í listkennslu- fyrir þau sem eru með bakkalárgráðu í listgrein. (MA / M.Art.Ed / MT).

Tveggja ára, 120 eininga meistaranám í kennslufræðum- fyrir þau sem eru með bakkalárgráðu í öðru en listgrein. (MA / M.Ed / MT).

Eins árs, 60 eininga diplómanám til kennsluréttinda- fyrir þau sem lokið hafa meistaragráðu. (Diplóma).

Þriggja ára, 180 eininga meistaranám í listkennslu með aðfararnámi fyrir þau sem hafa lokið a.m.k. 120 einingum á bakkalárstigi í listgrein. (MA / M.Art.Ed / MT).

Tveggja ára 120 eininga meistaranám, Listir og velferð- fyrir þau sem eru með bakkalárgráðu. (MA / M.Art.)

 

Myndlistardeild

BA Myndlist

MA Myndlist

MA Sýningagerð

 

Sviðslistadeild

BA Samtímadans - alþjóðleg námsleið

BA Leikaranám

BA Sviðshöfundanám

MA í sviðslistum

 

Tónlistardeild

BA í hljóðfæraleik

BA í söng

Kirkjutónlist

Skapandi tónlistarmiðlun

Tónsmíðar

Meistaranám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP)

Meistaranám í tónsmíðum

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Skólareglur

Háskólalög

Skráningargjöld

Umsóknargátt

Kennsluskrá LHÍ

BAKKALÁRNÁM

Opið fyrir umsóknir 8. janúar 2024

Umsóknafrestur 12. apríl 2024

MEISTARA- OG DIPLÓMANÁM

Opið fyrir umsóknir 8. janúar 2024

Umsóknafrestur 13. maí 2024

ALÞJÓÐLEGT MEISTARANÁM

Opið fyrir umsóknir 8. janúar 2024

Umsóknafrestur 12. apríl 2024