Lærdómssamfélagið er fjarnámskeið fyrir kennara og stjórnendur í tónlistarskólum.
Fjallað um hugmyndafræði faglegs lærdómssamfélags og hvernig megi tengja það starfsemi tónlistarskólans. Fjallað er m.a. um fagmennskuhugtakið, starfskenningu, leiðtogahlutverkið, dreifða og styðjandi forystu og mikilvægi starfsþróunar. Nemendur vinna verkefni á námskeiðinu í anda faglegs lærdómssamfélags þar sem umfjöllunarefni eru ígrunduð í smærri hópum. Verkefni námskeiðsins tengjast skólaþróun á vettvangi tónlistarskólans.

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • hafa öðlast þekkingu og skilning á hugmyndafræði faglegs lærdómssamfélags,
  • geta tjáð sig um inntak þess og beitt aðferðum þess í samvinnu við aðra,
  • geta lagt mat á gildi faglegs lærdómssamfélags í skólastarfi tónlistarskóla,
  • geta komið með hugmyndir að útfærslu verkefna í anda faglegs lærdómssamfélgas á eigin starfsvettvangi

Skipulag námskeiðs:

  • Fyrri hluti námskeiðs, vikulegir fyrirlestrar, umræður í hópum og vikuleg skil á sameiginlegum umræðupunktum. 
  • Seinni hluti, unnið er hópverkefni sem tengist skólaþróun.
  • Reglulegir fjarumræðu-/kontaktímar með kennara, tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðið í samráði við nemendur.
  • Þess er gætt að vinnuálag sé sanngjarnt og framkvæmanlegt með vinnu.  

Kennarar: Elín Anna Ísaksdóttir, Kristín Valsdóttir
Námsmat: Verkefni og virkni
Vinnulag: Fjarkennsla, fyrirlestrar, umræðuhópar, skrifleg verkefni
Einingar: 5 ECTS
Tímabil: 23. janúar til 30. apríl 2023
Upphafslota á vefnum: Laugardaginn 28. janúar, kl. 10-12
Lokalota á vefnum: Laugardaginn 29. apríl, kl. 10-12
Forkröfur: Námskeiðið er hluti námsframboðs fyrir tónlistarskólakennara en er einnig opið nemendum í kennaranámi LHÍ sem valnámskeið.
Verð: 61.250 kr. (án eininga) / 76.500 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Opna LHÍ, karolinas [at] lhi.is 

 

Sótt er um námskeiðið í gegnum umsóknargátt LHÍ: https://ugla.lhi.is/stoknamskeid/
Nánari leiðbeiningar: https://www.lhi.is/umsoknir-i-opna-lhi
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=77...