Hafið býr yfir sögum og felur í sér ógrynni af minningum en hefur þó alltaf nægjanlegt rúmtak fyrir því sem koma skal. Hafið er andlega nærandi með þeirri ró sem það býr yfir. Þó svo að hafið sé stórbrotin fegurð dvelur í því hætta og ófyrirsjáanleiki. Það er einmitt í ófyrirsjáanleikanum sem fegurð hafsins leynist, það er gjöfult en líka snöggt að taka. Hafið er náttúruafl sem verður alltaf að virða.
 
Málverk, blönduð tækni.
Hljóðverk 11 mín, viðtöl við Anton Frey Magnússon háseta, Einar Magnússon fyrrverandi sjómann/vélstjóra/fisksala og Jónínu Þórunni Hansen kokk/vélstjóra/stýrimann.