Sláðu inn leitarorð
Kolfinna Eyþórsdóttir
Lærdómur náttúrunnar
Ég er kominn inn í náttúruna, út fyrir borgina. Hér eru náttúruöflin svo kröftug að auðveldara er að hugsa.
Öll mín daglegu vandamál ná ekki til mín því fjallagarðurinn er minn varnarskjöldur. Hér er auðvelt að læra og vinna með náttúruauðlindir sem Kaldaðarnes hefur upp á að bjóða. Hér stend ég upprétt og blað mitt er autt.
Hér uppfylli ég allar þarfir mínar. Hvort sem það er garðyrkja, eldamennska, handavinna eða búskapur þá get ég alltaf fundið eitthvað sem höfðar til mín. Hér læri ég að skapa í návist náttúrunnar. Í lýðháskólanum er ég frjáls til að vera ég.






