„Læri þitt lekur er verk fyrir 6 strengi og slagverk. Í verkinu er farið með hlustandann í gegnum nokkur augnablik - sem vara þó mis lengi - þar sem öll hljóðfæri gegna jafn mikilvægu hlutverki og vinna sem heild að koma hlustandanum frá A til B með ómstríðum og massakenndum heildarhljómi. Verkið snýst um að vera hluti af ástandi og leyfa ástandinu að fara með sig á nýjar slóðir. Mælst er með að hlustendur komi sér vel fyrir í sætunum sínum og leyfi ferðalaginu að taka af stað. Hljómsveitin er undir stýri og ekkert til fyrirstöðu annað en að sitja bara og njóta ferðarinnar.

Kjartan Holm er hávaðaseggur fæddur í Reykjavík árið 1989. Hann hefur verið iðinn við hljómsveitabrask frá unglingsaldri og samið tónlist fyrir bíómyndir, leikrit og dansverk svo fátt eitt sé nefnt. Hann býr eins og er í Berlín þar sem hann starfar sem tónskáld og tónlistarmaður.“