Sjónræn framsetning Rauðu regnhlífarinnar

Hvað þýðir það að vera í kynlífsvinnu á Íslandi í dag? Í besta falli mætirðu fordómum og í versta falli gætir þú misst lífsviðurværið og þér verið vísað úr landi. Kynlífsverkafólk hefur verið þvingað til að starfa í undirheimunum og því er kynlífsvinna ekki sýnileg. Þetta veldur því að erfitt er fyrir fólk í kynlífsvinnu að tengjast öðru kynlífsverkafólki án þess að setja sig í viðkvæma stöðu. Rauða regnhlífin eru samtök stofnuð af kynlífsverkafólki fyrir kynlífsverkafólk. Þau veita kynlífsverkafólki öruggan vettvang til að leita stuðnings hjá hvort öðru. Samtökin leitast einnig við að opinbera baráttuna sem kynlífsverkafólk neyðist til að ganga í gegnum og auka almenna fræðslu. Markmið verksins er að móta sjónræna framsetningu sem virðir uppruna grasrótarhreyfingarinnar og skapar áreiðanlega rödd.

2._kirstin_natalija_stojadinovic_kirstin18lhi.is-27.jpg