Initial States – Conspiring Spaces

Sum þessara verka eru afkvæmi. Kannski mætti þegar hér er komið kalla þau stökkbreytingar af verkunum sem voru gerð fyrir einkasýninguna mína, Off Focus Protocols. Stærsta svo-kallaða listræna ákvörðunin var valið á sýningarrýminu, sem var iðnaðarlegur kimi í skólanum með lyftu og herbergi á annarri hæð þar sem vantar einn vegg, einkar ólíkt hefðbundnu gallerírými. 
 
Meginhugmyndin með þessum verkum inni í þessu umhverfi var að skapa andrúmsloft óvissu. Samhengið og ramminn fólu í sér annars konar viðhorf til þess að tvístra hefðbundnum lestri í umhverfið og vinna gegn tilfinningu eða upplifun sem opnar fyrir  möguleika á mun tilfinningalegri upplifun. Ég kalla þennan möguleika „hughrifapólitík“. 
 
Með því að færa þessa hluti inn í hefðbundnara sýningarrými er að vissu leyti haldið áfram með þá rannsókn sem hófst með einkasýningunni. Þetta var einnig einn helsti liður í gagnrýninni sem sýningin fékk – vangaveltur um hvernig hlutirnir myndu halda sínum „heimi“ og hvort þeir myndu samlagast nýju umhverfi eða verða meira áberandi. En þótt þetta sé áhugaverð nálgun er ég ögn tvístígandi gagnvart hugmyndinni um að skapa þessa metafrásögn um að færa úr stað hluti óskilgreindrar upplifunar inn í þægilegra umhverfi. Ég er enn þá ekki viss hvað mér finnst um það. 
 
Að auki sýni ég hér nokkur málverk eftir mig sem urðu til við ýmiss konar tilraunir og efnisrannsóknir. Stærsta verkið, sem ég hóf að vinna í ársbyrjun, samanstendur af fjórum stórum frauðpanelum límdum saman í hálfopna smíð. Útkoman af þessum tveimur stigum er ólík hvað varðar ásetning og áherslur. Lóðrétti hluti verksins gegndi hlutverki sem bakgrunnur fyrir önnur verk í fjórar vikur, þetta er nokkuð óviljandi og óhnitmiðað að forminu til. Láretti hlutinn á gólfinu reynir að líkja eftir þessu formi með ólíku athyglisrófi og tímaramma. 
 
Ein áríðandi og jafnvel úrslitatilfinning sem ég hef verið að vinna með sem erfitt er að festa almennilega fingur á: er unnt að skilgreina „hughrifapólitík“ sem vaxandi þröskuld stökkbreytinga? Ég var að reyna að komast hjá því „að lesa í eterinn“ en ég finn fyrir þessum þrýstingi, sérstaklega í samhengi listarinnar.  
 
Verk sem ég tel fanga þessa kennd vel er eftir Pelle Gudmundsen-Holmgreen og heitir Ad Cor: No. 3. I Laugh At You Mockingly, textinn er eftir Ursulu Andkjær Olsen.
 
I laugh at you mockingly, intimacy-lovers
I laugh at you mockingly, solicitude-lovers 
I laugh at you, love-lovers
 
I don’t want your authenticity
I don’t want your tastefulness 
I don’t want your true feelings
 
I want to BATHE in true sentimentality
I want to be CLEANSED in true sentimentality
My body SCREAMS for sentimentality
 
a hard, smooth material 
I’d be molded into
 
now is the time
 
I SHALL LIFT UP MY COUNTENANCE UPON THEE AND GIVE THEE SHIT 
 
THERE IS SOMETHING WRONG WITH MY FEELINGS
 
I am completely without empathy 
it happens to me frequently
I am not evil
I just can’t feel anything/anyone