Tónlistardeild

Tónsmíðar BA

 
Tónsmíðar BA skiptast í tvær námsleiðir; Hljóðfæratónsmíðar og Nýmiðla

Tónsmíðar kennsluskrá 2023-2024
Nýmiðlar kennsluskrá 2023-2024

 

Hæfniviðmið námsleiðar

Þekking

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði tónsmíða.
​Í því felst að nemandi:

  • Búi yfir þekkingu á helstu kenningum, hugtökum og aðferðum tónsköpunar í sögulegu samhengi.
  • Hafi þekkingu og skilning á tónlist samtímans.
  • Þekki skörun og snertifleti tónlistar við aðrar listgreinar.
  • Hafi skilning á mikilvægi rannsókna á fagsviði tónlistar.
  • Hafi haldgóða þekkingu á starfsumhverfi tónskálda og tónlistarmanna.

Leikni

Að loknu námi getur nemandi beitt aðferðum og verklagi á sviði tónsmíða.
​Í því felst að nemandi:

  • Búi yfir tækni og færni til að geta unnið sjálfstætt og skipulega að þeim þáttum sem tengjast tónsköpun og tónflutningi.
  • Hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun og sköpun.
  • Geti rökstutt listrænar ákvarðanir út frá fræðilegum og listrænum forsendum.
  • Hafi leikni til að beita mismunandi stílbrögðum við tónsköpun.
  • Geti tekið virkan þátt í listrænu samstarfi af mismunandi umfangi og út frá ólíkum forsendum. 
  • Geti nýtt sér gagnasöfn og upplýsingalindir og metið áreiðanleika þeirra.
  • Geti nýtt sér tækni og búnað til tónsköpunar og tónlistarflutnings.

Hæfni

Að loknu námi getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/ eða frekara námi.
​Í því felst að nemandi:

  • Hafi hæfni til sjálfstæðrar tónsköpunar í samtali við samtímann og aðrar listgreinar.
  • Hafi tileinkað sér gagnrýna sýn á eigin listsköpun og annarra.
  • Sé læs á rannsóknir og geti beitt gagnrýnni nálgun við greiningu viðfangsefna
  • Sé fær um að túlka og miðla hugmyndum og viðfangsefnum sínum með skýrum hætti í rituðu og mæltu máli.
  • Hafi þróað með sér sjálfstæð vinnubrögð til frekara náms og starfa.
  • Hafi hæfni til að skipuleggja og vinna að skapandi samstarfsverkefnum.
A Aðalfag
F Fræði
H Hagnýt þekking
T Tækni
V Vinnustofa
B Bundið val
M Millideildaval
S Skylda
V Val

Fyrri ár

Uppbygging náms

Rennið niður síðuna til að skoða uppbyggin náms