Þekking
Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði sviðshöfunda.
Í því felst að nemandi:
Í því felst að nemandi:
-
Hafi skilning og þekkingu á fjölbreyttum stíltegundum og aðferðafræði sviðslista.
-
Hafi innsæi og skilning til að nálgast viðfangsefni sviðslista á einstaklingsbundin hátt.
-
Þekki kenningar, hugtök og aðferðir sviðslista.
-
Þekki helstu strauma og áhrifavalda í sviðslistum og menningu og þær forsendur sem liggja þar til grundvallar.
-
Hafi þekkingu og skilning á sviðslistum, sögu þeirra og stöðu í samtímanum.
-
Þekki möguleika og takmarkanir sviðslistaformsins, sem og snertifleti þess við aðrar listgreinar og menningarkima.
-
Hafi grunnþekkingu á starfsumhverfi sviðslista.
-
Þekki undirstöðuatriði leitar- og upplýsingatækni.
Leikni
Að loknu námi getur nemandi beitt aðferðum og verklagi á sviði sviðshöfunda.
Í því felst að nemandi:
Í því felst að nemandi:
-
Geti beitt aðferðum og tækni sviðslista við uppsetningu verka.
-
Hafi ræktað ímyndunarafl sitt til sjálfstæðrar sköpunar og tamið sér fagleg vinnubrögð og áræðni í úrlausnum.
-
Geti lagt sjálfstætt mat á þær aðferðir sem nýttar eru innan sviðslista.
-
Hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun.
-
Hafi tileinkað sér gagnrýna sýn á eigin verk og vinnuferli, verk annarra og geti tekið þátt í umræðum um sviðslistir.
-
Geti rökstutt skoðanir sínar og ákvarðanir út frá fræðilegum og listrænum forsendum.
-
Hafi skilning á fræðilegum textum og geti nýtt sér þá í við vinnu sína.
-
Geti beitt gagnrýnni nálgun við greiningu viðfangsefna og útfærslu þeirra.
-
Greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til að afla þeirra, meta áreiðanleika og nýta á viðeigandi hátt.
-
Geti nýtt sér tækni og búnað sem þjónar sviðslistum.
Hæfni
Að loknu námi getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/ eða frekara námi.
Í því felst að nemandi:
Í því felst að nemandi:
-
Geti nýtt þekkingu sína og skilning til listsköpunar og fræðilegrar iðju.
-
Hafi meðvitund um eigin listrænu sýn og sýnt færni til að miðla henni.
-
Geti sem höfundur verks sett fram listræna hugmynd, þróað hana og skilað af sér í heildstæðu verki og miðlað til áhorfenda.
-
Geti tekið virkan þátt í listrænu samstarfi af mismunandi stærðargráðum og út frá ólíkum forsendum.
-
Geti unnið í hópi á jafningjagrundvelli, tekið tillit til ólíkra sjónarmiða og hlustað á aðra af virðingu.
-
Geti nýtt sér leiðsögn og unnið úr athugasemdum þannig að það komi að gagni í listrænni vinnu.
-
Geti samhæft tækni, tjáningu og sköpun í lifandi listflutningi.
-
Geti sem höfundur leitt hóp í listrænu starfi sem endar sem fullunnið verk.
-
Sé fær um að túlka og miðla hugmyndum sínum, viðfangsefnum og niðurstöðum með skýrum hætti í rituðu og mæltu máli.
-
Geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, valið aðferðir við hæfi, gert verk-/starfsáætlun og fylgt henni.
-
Geti sett fram og lýst fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum í töluðu og rituðu máli.
-
Hafi tileinkað sér sjálfsgagnrýni og geti beitt henni meðvitað í listrænu ferli,
-
hafi þróað með sér sjálfsaga og sjálfstæð vinnubrögð til frekara náms og starfa.