Listkennsludeild

Listkennsla 
MA/M.Art.Ed.

Kennsluskrá

Hæfniviðmið námsbrautar

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu, færni/leikni og hæfni á sviði listkennslu.
Í því felst að nemandi skal hafa náð eftirfarandi hæfniviðmiðum:

 

ÞEKKING

Þekking og skilningur

Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi þekki og skilji:

  • Helstu kenningar og hugtök á sviði kennslufræða.  
  • Helstu aðferðir og nálganir listkennslu og listmiðlunar.
  • Hlutverk aðalnámskrár og gildi hennar í mótun og skipulagi skólastarfs.
  • Þau álitamál sem tekist er á við hverju sinni við undirbúning og framkvæmd listkennslu.
  • Siðareglur kennara og gildi fagmennsku í kennarastarfi.
  • Viðurkenndar rannsóknaraðferðir á sviði listkennslufræða.

 

FÆRNI / LEIKNI

Hagnýt færni

Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi færni til að:

  • Nýta þá tækni og verkþekkingu sem kennsla í faginu krefst.
  • Nýta persónulega færni við sköpun, þróun og útfærslu hugmynda í kennslu og miðlun.
  • Vinna kennslu- og verkefnaáætlanir í samræmi við aðstæður. 
  • Leiða ólíka hópa í kennslu- og listtengdum verkefnum.
  • Hafa frumkvæði að samtali milli ólíkra greina í skólastarfi.
  • Taka sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og geta rökstutt þær á kennslufræðilegum grunni.
  • Nýta þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni í samhengi við kennslu og miðlun.

Fræðileg færni

Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi færni:

  • Til að yfirfæra fagþekkingu sína og setja í kennslufræðilegt samhengi.
  • Til að rökstyðja faglega nálgun sína í starfi á fræðilegum grunni. 
  • Til að skrásetja og greina niðurstöður, verkefni eða viðburð á viðeigandi hátt.
  • Sem geri hann læsan á rannsóknir á sviði listkennslufræða.
  • Til að meta niðurstöður rannsókna á faglegum grunni.
  • Til að afla, greina og meta gögn í rannsóknar- og listsköpunarferli.

 

HÆFNI

Hæfni í miðlun og samskiptum

Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi hæfni til að:

  • Miðla þekkingu sinni, hugmyndum og kunnáttu í listkennslu til margs konar hópa og við ólíkar aðstæður.
  • Hafa frumkvæði að kennslu- og listverkefnum, stýra þeim og axla ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.
  • Taka virkan þátt í samstarfi.

Fræðileg hæfni

Að loknu námi er gert ráð fyrir að nemandi hafi hæfni til að:

  • Ígrunda og meta eigin frammistöðu á fræðilegum grunni og nýta til persónulegrar þróunar og fagmennsku í starfi.
  • Til að meta og greina niðurstöður rannsókna (eigin /annarra) á faglegum grunni.
  • Miðla fræðilega rökstuddum niðurstöðum verkefna á viðeigandi hátt. 
  • Beita þeim vinnubrögðum og námstækni sem frekara nám á rannsóknartengdu meistara- og doktorsstigi í listkennslu krefst.

Fyrri ár

Uppbygging náms

Rennið niður síðuna til að skoða uppbyggingu náms
 

Umsóknar- og inntökuferli