Tónlistardeild

Klassísk 
hljóðfærakennsla 
B.Mus.Ed.

Kennsluskrá 2023-2024
 

Hæfniviðmið námsleiðar

Þekking

Nemandi býr yfir þekkingu innan listgreinar. Í því felst að nemandinn: 

 • hafi góða þekkingu á afmörkuðu fræðasviði listgreinarinnar; svo sem kennslufræði, sálfræði, tónfræði, tónbókmenntum, tónlistarsögu og stílbrigðum tónlistarinnar,
 • skilji aðferðir sem liggja til grundvallar iðkunar hljóðfæraleiks og söngs,
 • hafi innsæi og skilning til að nálgast viðfangsefni hljóðfæraleiks og söngs sem sjálfstæður einstaklingur,
 • hafi þekkingu á starfsumhverfi tónlistarkennara og tónlistarfólks,
 • þekki tækja- og hugbúnað sem þjónar listgreininni,
 • hafi grunnþekkingu á lagalegu umhverfi tónlistarkennara,
 • geti sett nýjustu þekkingu í samhengi á viðeigandi sérsviði.

Leikni

 • hafi öðlast færni í tónlistarflutningi og geti samhæft tækni og túlkun,
 • hafi öðlast færni í hljóðfæra- eða söngkennslu,
 • geti tekið gagnrýna afstöðu til eigin verkefna og annarra,
 • geti tekið ákvarðanir og rökstutt mál sitt á faglegum grunni,
 • búi yfir tækni og leikni til að vinna sjálfstætt,
 • hafi víðsýni og frumleika í hugsun, sköpun og túlkun,
 • greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til að afla þeirra, meta áreiðanleika og nýta á viðeigandi hátt,
 • hafa tamið sér fjölbreytni í vinnubrögðum,
 • geti nýtt sér tækja- og tæknibúnað við tónlistariðkun og -kennslu.

Hæfni

 • geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, gert verkáætlun og fylgt henni,
 • hafa tileinkað sér vinnubrögð sem eru viðurkennd á viðkomandi starfs- og fræðasviði,
 • geta beitt viðurkenndum aðferðum við að afla gagna sem tengjast menntun og skólastarfi,
 • hafi mótað innsæi til mannlegra samskipta við hljóðfæra- og söngkennslu,
 • sé fær um að túlka og kynna hugmyndir sínar,
 • geti tekið virkan þátt í samstarfi og stjórnað hópvinnu,
 • hafa þróað með sér hæfni til frekara náms á sviði tónlistar og kennslu.
A Aðalfag
F Fræði
H Hagnýt þekking
T Tækni
V Vinnustofa
B Bundið val
M Millideildaval
S Skylda
V Val

Fyrri ár