Hönnunardeild

Fatahönnun BA

Kennsluskrá 2023-2024

Hæfniviðmið námsleiðar

Þekking

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði fatahönnunar
Í því felst að nemandi:

  • Búi yfir þekkingu á kenningum, aðferðum og hugtökum um fatahönnun.
  • Hafi grunnþekkingu á starfsumhverfi fatahönnuða.
  • Hafi innsæi og skilning til að nálgast viðfangsefni í hönnun á einstaklingsbundinn hátt.
  • Hafi skilning á hugmyndafræði og þeim hugtökum sem liggja til grundvallar fatahönnunar.
  • Þekki undirstöðuatriði leitar- og upplýsingartækni.

Leikni

Að loknu námi getur nemandi beitt aðferðum og verklagi á sviði fatahönnunar.
Í því felst að nemandi:

  • Geti tekið gagnrýna afstöðu til upplýsinga og aðferða.
  • Hafi tileinkað sér gagnrýna sýn á eigin verk og verk annarra.
  • Geti tekið þátt í gagnrýnum umræðum um fatahönnun.
  • Geti tekið ákvarðanir og rökstutt þær á faglegum grunni.
  • Búi yfir tækni og færni til að geta unnið sjálfstætt og skipulega að viðfangsefnum í fatahönnun.
  • Hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun.
  • Geti lagt sjálfstætt mat á þær hugmyndir sem unnið er með.
  • Hafi tamið sér leitandi og fjölbreytt vinnubrögð og áræðni í úrlausnum.
  • Geti nýtt sér tækni og búnað sem þjónar greininni.

Hæfni

Að loknu námi getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/ eða frekara námi.
Í því felst að nemandi:

  • Hafi sjálfstæði og samskiptahæfni til að geta tekið virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa.
  • Geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, valið aðferðir við hæfi, gert verk-/ starfsáætlun og fylgt henni.
  • Sé fær um að túlka og geti kynnt viðfangsefni sín og niðurstöður með skýrum hætti í rituðu og mæltu máli.
  • Geti miðlað hugmyndum sínum í eigin verkum.
  • Geti miðlað færni sinni, hugmyndum sínum og kunnáttu til margs konar hópa og við ólíkar aðstæður.
  • Hafi ræktað ímyndunarafl sitt til sjálfstæðrar sköpunar og/eða óhefðbundinnar nálgunar og nýtt sér það í verkum sínum.
  • Hafi þróað með sér sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám í sinni grein.
F Fræði
T Tækni
V Vinnustofa
S Skylda
V Val
B Bundið val

Fyrri ár

Uppbygging náms

Rennið niður síðuna til að skoða uppbyggingu náms