Kennslumat er lagt fyrir nemendur í lok hvers námskeiðs. Nemendur fá þá tækifæri til að svara spurningum um frammistöðu kennara og um námskeiðið í heild.  Nemendur eru eindregið hvattir til að skila inn kennslumati við lok hvers námskeiðs þar sem matið er grundvallarþáttur í innra gæðastarfi skólans. Það tekur skamman tíma, en er afar mikilvægt fyrir nemendur, kennara og þróun deilda skólans.

Matið er unnið á grundvelli nafnleyndar en með því fást upplýsingar um skoðun nemenda á námskeiði og kennslu. Þannig er það vettvangur þeirra til að koma á framfæri ábendingum um það sem vel er gert og það sem bæta má. Námsstjóri skilar niðurstöðum til rektors og deildarforseta. Hver kennari fær aðgang að niðurstöðum kennslumats í sínu námskeiði í MySchool kerfinu. Ítrasta trúnaðar er jafnan gætt við meðferð kennslumatsgagna.