Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja sækja sér aukna þekkingu í kennslufræði leikskóla og kennsluréttindi á leikskólastigi. Bundið valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu er fjallað um þróun og stöðu leikskólans í íslensku skólakerfi og samfélagi. Ólíkar nálganir og hugmyndafræði eru skoðaðar og kynntir frumkvöðlar á því sviði.
 
Áhersla er lögð á mikilvægi skapandi þátta í starfi leikskóla og kynntar fjölbreytilegar kennsluaðferðir ásamt áætlanagerð og leiðir til að meta og þróa slíkt starf. Rík áhersla er á að fjölbreyttar og hagnýtar leiðir í skapandi leikskólastarfi fyrir börn á aldrinum eins til fimm.
 
Í námskeiðinu fara kennaranemar í vettvangsnám og heimsóknir í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir fá innsýn í starfið og kynnast fjölbreyttum aðferðum.
 
Námsmat: Verkefni.
 
Kennari: Kristín Dýrfjörð. 
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudagar 13- 15.50. (Birt með fyrirvara um breytingar.)
 
Tímabil: 28. ágúst - 10. desember, 2018. ATH. Ekki er kennsla 22. og 29. október. 
 
Einingar: 10 ECTS.
 
Verð: 153.000 kr.
 
Forkröfur: Bakkalárgráða. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249