Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar myndmennta- og hönnunarkennurum sem vilja efla eigin listsköpun og tengja við kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Námskeiðið er einstaklingsmiðað þar sem nemendur takast á við sjálfstæð verkefni í myndlist og hönnun með áherslu á rannsóknarferli sem hluta af vinnuferli listamanna. Gerðar verða tilraunir með inntak verka tengdum námi og kennslu, skoðaðar verða ákveðnar vinnuaðferðir listamanna og tengsl við liststefnur og mótandi öfl á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi 21. aldar.
 
Í námskeiðinu verða einnig gerðar tilraunir með skrif í tengslum við listsköpun sem varpa ljósi á hugmyndir um eigin verk í vinnustofunni og tengsl þeirra við menntun. Áhersla er lögð á greinandi vinnubrögð og að nemendur tengi fræði við eigin listsköpun. Áhersla er lögð á tilraunir, rannsóknarferlið og framsetningu verkefnis og virka þátttöku í umræðum.
 
Námsmat: Sjálfsmat og leiðsagnamat, þátttaka, hugmynda- og þróunarvinna og lokaverk.
 
Kennari: Gunndís Ýr Finnbogadóttir.
 
Gunndís er lektor og fagstjóri sjónlista við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Listrannsóknir, listrænt ferli, samtal, samvinna og samskipti eru meðal þess sem hún vinnur með bæði í myndlist og í listkennslu. Gunndís útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute árið 2008 og úr listkennsludeild Listaháskóla Íslands árið 2011.
 
Staður og stund: Laugarnes.
 
21.01.2020 10:30 - 12:30
21.01.2020 12:30 - 13:30
23.01.2020 10:30 - 12:30
23.01.2020 12:30 - 13:30
28.01.2020 10:30 - 12:30
28.01.2020 12:30 - 13:30
30.01.2020 10:30 - 12:30
30.01.2020 12:30 - 13:30
05.05.2020 09:20 - 12:10
07.05.2020 09:20 - 12:10
12.05.2020 09:20 - 12:10
 
Tímabil: 21. janúar - 12. maí 2020. 
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: B.A. gráða í listkennslu eða myndlist og hönnun.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar: olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249