Námskeiðslýsing:
Í námskeiðinu fléttast saman fræðilegt sjónarhorn er varðar skilgreiningu á hlutverki og starfsvettvangi kennarans og hagnýtir hlutir er lúta að undirbúningi, skipulagi kennslu og kennsluaðferðum. Fjallað verður um „verkfærakistu“ kennarans, þróun fagvitundar, hlutverk listgreinakennarans í skólastarfi og samfélaginu. Nemendur velta spurningum tengdum þessu fyrir sér og skoða eigin hugmyndir og reynslu í samhengi við lesefni og efni fyrirlestra. Lögð er áersla á að skapa aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að láta reyna á samskiptafærni sína, útsjónarsemi og listrænt og kennslufræðilegt áræði í gegnum verklegar æfingar. Mikið er lagt upp úr því að nemendur fái tækifæri til að spreyta sig sjálfir og miðli hugmyndum og þekkingu sín í milli. Efniviður og verkefni eru sótt í ýmsar áttir og í allar listgreinar en undirliggjandi markmið vinnunnar eru alltaf kennslufræðileg.
Í lok námskeiðs ættu nemendur nemendur að:
- þekkja af eigin raun skapandi kennsluaðferðir, geta beitt þeim af öryggi í eigin kennslu og geta valið þær með hliðsjón af aðstæðum,
- geta unnið markvissa, raunhæfa en sveigjanlega kennsluáætlun í sinni listgrein,
- þekkja helstu námsmatsaðferðir, geta notað þær og gera sér grein fyrir því hvað helst þarf að hafa í huga þegar þær eru notaðar,
- hafa myndað sér skoðun á eigin styrkleikum og veikleikum í starfi og lagt drög að eigin starfskenningu,
- þekkja til hugmynda um fagmennsku og kennarann sem leiðtoga,
- þekkja þær a´skoranir sem felast í þverfaglegri listkennslu og hafa sjálfstraust til þess að takast á við þær bæði sjálfstætt og í teymisvinnu,
- hafa styrkt persónulega færni sína sem kennarar, t.d. í samskiptum, skipulagningu og munnlegri og líkamlegri tjáningu.
Námsmat: Þátttaka, virkni, skrifleg og verkleg verkefnaskil
Kennari: TBA
Kennslutungumál: íslenska
Staður: Laugarnes
Tímabil: 23. ágúst til 28. nóvember 2023
Kennsludagar og tími: Þriðjudagar, kl. 13:00-15:50
Fyrir hverja er námskeiðið: námskeiðið er kennt í meistaranámi listkennsludeild, forkröfur eru bakkalárpróf
Einingar: 10 ECTS
Verð: 122.500 kr. (án eininga) / 153.000 kr. (með einingum)
Nánari upplýsingar: opni [at] lhi.is
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.