Glósur af vettvangi

 
Hugsanir eiga sér stað á milli samhengja—endurheimting íslenskra skóga og meðvitund um umhverfið—manngerður skógur á eyju í Norður-Atlantshafi þar sem tré eru fáséð. Ég finn til kunnugleika hér, í senn vernduð og forvitin. Nýfengin frelsistilfinning sem ég fann í Heiðmörk. Frelsi sem eðlislæg hugmynd, einstaklingsbundin birting örlaga. Ég geng innan um íslenskt birki, norskt greni, alaskafuru og hugsa um sjálfsmynd. Líkami og hugur í virkri skoðun. Ég sé hringrás allra lifandi vera birtast í sammiðjuðum vaxtarhringjum trjánna í kringum mig. Tími og minni finna tilveru minni stað.
 
 
His adventures will be a deciphering of the world … Each exploit must be a proof: it consists not in a real triumph—which is why victory is not really important—but in an attempt to transform reality into a sign. Into a sign that the signs of language really are in conformity with things themselves. 
 
[Ævintýri hans verða þau að ráða fram úr heiminum … hver dáð verður að vera sönnun: hún felst ekki í raunverulegum sigri – sem er ástæða þess að sigur er í rauninni ekki mikilvægur—heldur tilraun til að umbreyta raunveruleikanum í tákn. Í tákn um að tákn tungumálsins séu í raun og veru í samræmi við sjálfa hlutina. ]
 
Michel Foucault, Don Quixote, The Order of Things, 1976
 
 
Náttúran heldur mér í nánu sambandi við höfuðskepnurnar, í blæbrigðum hennar finn ég til samkenndar. Hvað, á þessum menningarlegu tímum margræðra tæknivísinda, er raunverulegt í fljótandi ástandi hins eiginlega veruleika og sýndarveruleika?  Viður og grjót eru efnislegar heimildir gæddar kjarnorku, smáheimar skammleika sem varpa ljósi á sannleika tilveru okkar. Arboreal: trjákynjaður, trjábýli, sem lifir á eða innan um tré. Skógur er umhverfisarkitektúr, táknrænn fyrir gagnhæði okkar og að sama skapi ósamfellu okkar við heim náttúrunnar. Tré eru vistfræðilegar æðar, skjól merkingar sem gefur vísbendingu um sambandið milli umsjónaraðila og þess sem nýtur góðs af. Tvíeðli aðgreina og sameina tengipunktinn milli félagspólitískra kerfa og hins mannlega ástands. Verk mín veita rými til tilfinningalegrar fjarlægðar sem er nauðsynleg fyrir úrvinnslu—til að ráða í spennu efnisheimsins sem hylja raunveruleikann. Skúlptúrískar túlkanir kanna nauðsynlegt mótvægi sem myndhvörf fyrir aðdráttaraflið og lóðréttrar stöðu. Ég læri reisn af fyrirbæralegri röðun náttúrunnar, í árhringjum viðarins og marmaraáferð grjótsins. Samkennd með öllum lifandi verum birtir sannleika og fegurð. Það er engin miðja, aðeins miðjun.