Sláðu inn leitarorð
Katrín Dögg Óðinsdóttir Kaewmee
Allt frá landnámi hefur myrkrið fylgt Íslendingum eins og mara. Á öld ljósvakans hefur þó orðið gríðarlegt rof í sambúð okkar við myrkur. Því er haldið frá upplifunarsviði okkar með gervilýsingu og upplýstum skjám sem stuðlað hefur að stöðugu áreiti í daglegu lífi.
Heimurinn snýst nú á geysi hraða og skynjun okkar á nútíð, framtíð og fortíð verður sífellt óljósari. Er mögulegt fyrir mannfreskjuna að taka skref til baka í átt til myrkursins? Getum við fundið griðarstað í “tóminu” til þess að staldra við, dreyma og leyfa öllum þeim hugarórum sem híma í myrkrinu að flæða yfir okkur?
Eftir valdatíð myrkursins birtist endurreisn ljóssins og sigrar tómarúmið. Endurvakning djúpstæðra ótta og ímyndaðra áhyggja verður því aðeins rótgróður í fjarri fortíð eftir því sem uppljómunin tekur yfir nútímann, bæði í bókstaflegum og hugrænum skilningi.






