Making Something from Nothing

Föndur er tómstundaiðja sem snýst um að búa eitthvað til, en slík iðja hefst oftar en ekki á því að leiðbeiningum er fylgt  eða öðrum kúnstarinnar reglum. Markmið föndurs getur verið  að fegra umhverfið á einhvern hátt eða bregða á leik með efnivið sem er þegar til staðar og umbreyta honum í skemmtilegar eða óvæntar niðurstöður. Segja má að föndur sé jaðarsett listgrein í samanburði við aðrar listgreinar, en í því er fegurð þess einnig fólgin; föndur er listiðkun sem hver sem er getur tileinkað sér og innan föndurheimsins má búa til hvað sem er. Making Conversation Pieces er bókverk sem virkar sem leiðbeinandi rit að leturhönnun sem aðeins getur orðið til með föndri.

11._katla_einarsdottir_katla19lhi.is-20.jpg