Heillandi hamfarir

Þriggja rása vídeó, Caligo Atreus fiðrildi, Atlantic Wolfish tennur, gelatín, málmvírar

Áhyggjur af hamförum heimsins og samþykki okkar um að gervitunglagögn úr raunveruleika ókunnugra ráðist inn í líf manns og drauma, virka sem dáleiðandi örmögnun og veldur tilfinningalegri lömun. Hlutirnir verða skrítnir þegar þessi augnablik fléttast saman við manns eigin minningar. Það gerir fólk að áhorfendum og bjargarlausum vitnum. Dofi myndavélarinnar normalíserar og skapar fjarlægð á martarðarkennt myndefnið. Þetta er sjóngerving af marglaga raunveruleika, þar sem náttúrulegir og ónáttúrulegir kraftar verka hver á annan, og af ómeðvituðum viðbrögðum mínum við miklum mannlegum harmleik. 

10._kamile_pikelyte_kamile.pikelgmail.com-11.jpg