Juliette Frenay

Þetta hófst með augntilliti.
Eins og skot. En ég leit aftur.
Ég horfði dýpra, lengur, lengra.
Það væri eins og að stinga sér ofan í myndina.     Renna
            sér ofan í hana til að skilja hana innanfrá.
Það er samt ekki svo mikið að ná.
Það er kannski meira að skynja. Ég er í sókn, rannsókn.
Ég sækist eftir því að skilja hvað það er sem við finnum.   Hvað okkur finnst.
Þetta snýst um að yfirfæra,     eða er það kannski að þýða?
Ég á vanda til að deila.
            Einhverju, einhversstaðar.
Að minnsta kosti langar mig til þess.
            Ég reyni það svo sannarlega.

Með gjörningum sínum og listaverkum rótar Juliette Frenay í arkitektúr rýmisins í kringum okkur sem og í líkömum okkar. Juliette býður okkur að enda með sjónræna lífshætti okkar til að loksins finna fyrir umhverfi okkar. Líkami hennar, oftast náinn og ótvíræður, verður hennar helsti miðill til að gera heiminn ókunnuglegan og til að endurhugsa eða umbreyta landslagi, hlutum eða formum. Í krafti verkefna sinna fær Juliette okkur til að komast yfir það að hugsa, skilja, eða ætti ég frekar að segja hæfni okkar til að hugsa ekki, skilja ekki rými heldur að upplifa það. Loks eru líkamar og rými ekki aðskilin lengur.

Flora Hergon