JÚLÍANNA ÓSK HAFBERG
 

Fatalínan Likka er hugsuð frá byrjun til enda með sjálfbærni að leiðarljósi, frá vali á efnum að endurvinnslu flíkurinnar eftir hennar líftíma. Með auknu notagildi er hægt að aðlaga og nýta hverja flík eftir aðstæðum og smekk. Verkefnið er unnið út frá persónulegri tilraun sem beindist að ofneyslu og vanrækslu á fatnaði, þar sem höfundur gekk í sömu fötunum í heilt ár. Fataeign hefur breyst yfir í fataneyslu á undanförnum árum með tilkomu fyrirbæra eins og „fast fashion“, sem hefur verulega slæm áhrif á umhverfið.

Verkið er unnið í samstarfi við Dóru Haraldsdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði umgjörð fatamerkisins.

Likka

With sustainability as a focus point, the collection Likka is carefully thought through – from choice of fabric to post-consumer lifetime. With increased usability the garments are adaptable for different situations and tastes. In the past few years, we have stopped owning clothes and started consuming them, taking a huge toll on the environment. The project is based on a personal experiment addressing excessive consumption and the neglecting of clothing, where the author wore the same outfit every day for one year.

The project is done in collaboration with graphic designer Dóra Haraldsdóttir, who designed the framework of the brand and concept.