Juliane Foronda
www.julianeforonda.com

Við klettaklifur verður klifrarinn að nota sjálfan sig sem mælitæki. Fjarlægðin frá hendinni yfir að öxlinni hinumegin er sú lengd af reipi sem þarf til að binda einfaldan áttuhnút, og hnefalengd frá beltinu er hnúturinn  bundinn. Tryggjarinn stjórnar öryggislínunni fyrir klifrarann, tryggir öryggi hans á meðan hann klifrar í gegnum og af klifurbrautinni. Í rauninni styður hann klifrarann. Áður en klifrarinn fer af stað er gengið úr skugga um að bæði klifrarinn og tryggjarinn séu örugglega rétt festir. Þegar klifrarinn byrjar svo að klifra verður tryggjarinn að toga í slakann til að halda línunni strekktri.

Ef verknaðurinn að annast fólk er að taka á sig þyngd eða byrði fyrir aðra þá verður sú hin sama að geta treyst því að þyngd hennar verði örugglega borin. Það er hughreysting sem aðeins kemur með tímanum (kannski heldurðu takinu í nokkra stund). Að því sögðu verður maður að vera opin fyrir því að þiggja umönnun til þess að geta fallið með trausti.

10. febrúar 2018: Ég sit við eldhúsborðið mitt með hálfvolgan kaffibolla og sölnað blóm við hliðina á mér. Þessi stóll er ekki sá þægilegasti en ef ég fer aftur í rúmið er ekki séns að ég standi nokkurn tímann aftur upp. Þegar ég leggst niður finnst mér ég vera svo samstillt sjóndeildarhringnum, eins og við rennum saumlaust saman. Ég er hugfangin af vænghafi hans, þar sem hann veitir huga mínum rúm til að reika lengra en fingur mínir myndu nokkru sinni ná. Sjóndeildarhringurinn er svo náttúrulega ólínulegur. En þessi stóll hjálpar mér að halda mér almennilega uppréttri og lóðréttri. (Kannski tekst mér einn daginn að halda mér uppréttri hjálparlaust). Ég veit ekki hvort þetta er gott eða ekki, en fætur mínir rétt snerta jörðina og ég finn höfuð mitt teygjast aftur upp til skýja. Ég held að hér snúst þetta um að finna styrk og hughreystingu á nýjan hátt.

Tegund umhyggju, tegund bata: Ef veggirnir standa get ég það líka.