Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar tónlistar- og fræðifólki og áhugasömum um tónlist Jóns Leifs. Námskeiðið er valnámskeið á BA-stigi tónlistardeildar.
 
Í námskeiðinu er fjallað um tónlist Jóns Leifs og endurreisn hennar á síðustu þremur áratugum. Augum er beint að innri gerð tónverka Jóns og samhengi þeirra við hvert annað og við verk annarra tónskálda í hans samtíma. Nemendur þurfa að hafa góð tök á tónfræðilegri greiningu, sérstaklega m.t.t. hljómagerðar, laglínu, forms, og áferðar. Nemandinn fer í hlutverk rannsakandans og kynnist því hvernig heildarmyndin er saman sett úr greiningu á hinum fjölmörgu tónfræðilegu, þjóðfélagslegu og ævisögulegu þáttum sem móta tónskáldið á ferli sínum. 
 
Námsmat: Munnleg og skrifleg verkefni
 
Kennari: Hjálmar H. Ragnarsson 
 
Staður og stund: Skipholt 31, stofa 636.
 
Tímabil: 1. október - 7. nóvember, 2018. 
 
  • 1. október: 08:30 - 10:10
  • 3. október: 08:30 - 10:10
  • 8. október: 08:30 - 10:10
  • 10. október: 08:30 - 10:10
  • 15. október: 08:30 - 10:10
  • 17. október: 08:30 - 10:10
  • 22. október: 08:30 - 10:10
  • 24. október: 08:30 - 10:10
  • 05. nóvember: 08:30 - 10:10
  • 07. nóvember: 08:30 - 10:10
 
Einingar: 3 ECTS.
 
Verð: 36.750 kr. (án eininga) /  45.900 kr (með einingum).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra@lhi.is.