Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er fyrir tónlistarkennara og annað áhugafólk um tónlist. Námskeiðið er á bakkalárstigi tónlistardeildar.
 
Á námskeiðinu verður saga bandarískrar tilraunatónlistar á 20. og 21. öld til umfjöllunar. Í forgrunni verður tónskáldið John Cage sem hvatti til nýrrar nálgunar á tónlist í vestrænu samfélagi. Tilraunir í tónlist frá miðbiki aldarinnar og fram á okkar daga verða skoðaðar: Fluxus, minimalismi, óhefðbundar leiðir til skrásetningar á tónlist og fleira kemur við sögu. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á flutningi verka sem skráð eru með óhefðbundnum hætti og krefjast óhefðbundinna flutningsleiða. Námskeiðið hentar jafnt flytjendum sem tónskáldum.
 
Námsmat: Verkefni, umræður, vinnustofur og flutningur á tónlist.
 
Kennari: Berglind María Tómasdóttir
 
Staður: Nánari upplýsingar síðar. 
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.
 
Einingar: 3 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Forkröfur: Stúdentspróf 
 
Nánari upplýsingar: Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra [at] lhi.is