Fyrir hverja er námskeiðið: Tónlistarkennara og annað áhugafólk um tónlist. Námskeiðið er á bakkalárstigi tónlistardeildar.

Á námskeiðinu verður saga bandarískrar tilraunatónlistar á 20. og 21. öld til umfjöllunar. Í forgrunni verður tónskáldið John Cage sem hvatti til nýrrar nálgunar á tónlist í vestrænu samfélagi. Tilraunir í tónlist frá miðbiki aldarinnar og fram á okkar daga verða skoðaðar: Fluxus, minimalismi, óhefðbundar leiðir til skrásetningar á tónlist og fleira kemur við sögu. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á flutningi verka sem skráð eru með óhefðbundnum hætti og krefjast óhefðbundinna flutningsleiða. Námskeiðið hentar jafnt flytjendum sem tónskáldum.

Námsmat:  Verkefni, umræður, vinnustofur og flutningur á tónlist.

Kennari: Berglind María Tómasdóttir

Staður: Skipholt 31. Stund: Nánari upplýsingar síðar

Tímabil: Vor, 2018

Einingar: 3 ECTS

Forkröfur: Stúdentspróf 

Nánari upplýsingar: Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra@lhi.is