Skapandi samstarf grunnskóla og safna
Hugmyndahatturinn - handbók fyrir grunnskólakennara

 

Lokaverkefni mitt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands felst annars vegar í handbók fyrir grunnskólakennara um skapandi samstarf grunnskóla og safna um menntun barna og hins vegar í greinargerð um efnisöflun í handbókina og það samhengi sem hún stendur í. Samhenginu skipti ég í kafla eftir efni.
 
Fyrsti kafli fjallar um safnfræðslu á Íslandi, sögu hennar og stöðu í dag.
 
Annar kafli er um opinberar stefnur ríkis, sveitastjórna og stofnana í menntamálum og málefnum menningar og lista með sérstöku tilliti til safna og barnamenningar.
 
Þriðji kafli fjallar um kennslufræðilegt samhengi safnfræðslu og áherslu á skapandi starf í kennslu grunnskólabarna.
 
 
Handbókin nefnist Hugmyndahatturinn og í henni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðsvegar á landinu.
 
Dæmunum safnaði ég með því að senda spurningakönnun til allra viðurkenndra safna á Íslandi, auk höfuðsafnanna þriggja. Innsendum dæmum raða ég upp eftir fjölda efnisþátta þess námsferlis sem þau lýsa, frá hinum fjölþættustu fremst til hinna einföldustu aftast.
 
Útkoman er aðgengilegt uppflettirit sem gagnast sem innblástur fyrir grunnskólakennara um mögulegar nálganir í fræðslu nemenda í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér.
 
Handbókin kemur sér einnig vel fyrir starfsfólk safna sem hefur áhuga á að brydda upp á skemmtilegum nýjungum í safnfræðslu fyrir grunnskólanemendur.

 

Johanna Bergmann
 

 

Jóhanna Bergmann
bergmann63 [at] gmail.com / johanna [at] thjodminjasafn.is
Leiðbeinandi: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
20 ECTS 
2022