Listaháskóli Íslands fylgir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, hefur mótað, samþykkt og innleitt jafnréttisáætlun, hefur sett jafnlaunastefnu og mótað jafnlaunakerfi sem nær til allra launþega Listaháskóla Íslands og miðar að því að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

Listaháskólinn skuldbindur sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85. Rektor ber ábyrgð á launastefnu þessari, jafnlaunakerfi og að öðrum kröfum sem tengjast launakerfi s.s. lagalegum sé framfylgt.

Skipaður ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012 með stöðugum umbótum. Hann er jafnframt ábyrgur fyrir því að skila skýrslum til æðstu stjórnenda, rektors og framkvæmdastjóra, um jafnlaunakerfið, gæði þess og skilvirkni, sem og að leggja til úrbætur. Mannauðsstjóri LHÍ er skipaður ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis LHÍ.

LAUNASTEFNA LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS

Markmið Listaháskólans er að vera eftirsóttur vinnustaður sem veitir starfsfólki jöfn tækifæri í starfi, jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og tryggir að málefnalegar ákvarðanir liggi að baki öllum launaákvörðunum.

  • Hjá Listaháskóla Íslands er starfrækt vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið. 
  • Framkvæmd er launagreining árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. Brugðist er við óútskýrðum launamun með umbótum og eftirliti. 
  • Störf eru flokkuð í starfahópa út frá þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og raðað saman þeim störfum sem eru sambærileg að eðli og inntaki. Kröfum starfa er lýst í starfslýsingum og auglýsingum um störf ef við á. Jafnlaunaviðmið Listaháskólans liggja til grundvallar flokkuninni. Viðmiðin byggja á þeim kröfum sem störf gera til starfsmanna og eru notuð til að meta öll störf til launa þannig að saman flokkist sömu eða jafnverðmæt störf. Jafnlaunaviðmið LHÍ eru hæfi, verkefni og ábyrgð
  • Launaákvarðanir eru í samræmi við launauppbyggingu innan LHÍ, þær eru rökstuddar með fyrrgreindri starfaflokkun, rekjanlegar og undirritaðar af ábyrgðaraðila. 
  • Laun allra fastráðinna starfsmanna eru tekin til skoðunar með launagreiningu einu sinni á ári. Jafnframt getur starfsfólk óskað eftir viðtali við mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra um starfaflokkun. Komi í ljós þörf á launabreytingu tekur sú breyting gildi 1. janúar næsta árs. 
  • Innri úttekt og rýni æðstu stjórnenda á jafnlaunakerfi er framkvæmt árlega. 
  • Viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru um jafnlaunakerfið á hverjum tíma er fylgt.  
  • Niðurstöður innri úttektar, launagreiningar, launastefna og reglum LHÍ um aukagreiðslur eru kynntar árlega fyrir starfsfólki.  
  • Starfsfólk hefur val um aðild að stéttarfélagi en LHÍ er aðili að einum kjarasamningi sem er kjarasamningur stéttarfélagsins Sameyki við ríki og taka kjör almennt mið af þeim samningi. Veikindaréttur er eins og fram kemur í kjarasamningi þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er félagi í.
  • Stefnt er að stofnun trúnaðarráðs starfsfólks sem samanstendur af trúnaðarmönnum frá Sameyki, BHM og þriðja stéttarfélaginu, öðru en tveimur fyrrgreindum, sem starfsfólk kýs sér. Trúnaðarmannaráðið er í virku samtali við stjórnendur um þróun kjara innan LHÍ. 
UMFANG JAFNLAUNAKERFISINS

Listaháskóli Íslands hefur komið á, skjalfest og innleitt jafnlaunakerfi þar sem unnið er að stöðugum umbótum í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. LHÍ hefur gert eftirfarandi til að innleiða virkt jafnlaunakerfi:

  • Sett jafnlaunastefnu.
  • Mótað jafnréttisáætlun.
  • Komið á verklagsreglum og fylgiskjölum ef við á um:
    • Lagalegar kröfur og aðrar kröfur.
    • Jafnlaunaviðmið.
    • Mælanleg jafnlaunamarkmið.
    • Þjálfun stjórnenda.
    • Rýni stjórnenda.
    • Stýringu skjala og skráa.
    • Innri úttekt.
    • Launagreiningar.
    • Starfaflokkun og ákvörðun launa.
    • Frábrigði, úrbætur og forvarnir.
    • Erindi utanaðkomandi aðila.
  • Framkvæmt starfaflokkun.
  • Framkvæmt launagreiningu.
  • Framkvæmt innri úttekt.
  • Framkvæmt rýni stjórnenda.
  • Gert samning til þriggja ára við viðurkenndan vottunaraðila um úttekt á jafnlaunakerfi LHÍ.
LAGALEGAR KRÖFUR OG AÐRAR KRÖFUR
  • Kjarasamningar Sameykis við ríkissjóð.
  • Lög um háskóla nr. 63/2006.
  • Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
  • Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85. Nr 1030/2017.
  • Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85. Nr 997/2018.
  • Stjórnsýslulög nr 37/1993.
  • Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.
  • Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar ÍST 85: 2012.
  • Lög um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
  • Akademísk störf við Listaháskóla Íslands.
  • Reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskóla Íslands.
JAFNLAUNAVIÐMIÐ

Listaháskólinn flokkar störf í starfahópa útfrá þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og raðar saman þeim störfum sem eru sambærileg að eðli og inntaki. Kröfum starfa er lýst í starfslýsingum og auglýsingum um störf ef við á. Jafnlaunaviðmið Listaháskólans liggja til grundvallar flokkuninni. Viðmiðin byggja á þeim kröfum sem störf gera til starfsmanna og eru notuð til að meta öll störf til launa þannig að saman flokkist sömu eða jafnverðmæt störf.

Jafnlaunaviðmið LHÍ eru:

Hæfi: Menntunar og starfsreynslu sem krafist er til að sinna starfinu. Um hæfiskröfur akademískra starfsmanna fer skv. reglum um veitingu akademískra starfa hverju sinni.

Verkefni: Eðli þeirra verkefna sem starfsfólk sinnir. Flóknustu verkefni eru margbreytileg, krefjast samþættingar margra þátta og starfsfólk sem sinnir þeim hefur mikið sjálfstæði og umboð til athafna. Einföldustu verkefnin fela í sér úrlausn daglegra endurtekinna verkefna þar sem krafa er gerð til staðgóðrar þekkingar á reglum, verkferlum og almennum hugtökum en starfið er að öðru leyti unnið undir stjórn annarra.

Ábyrgð: Fjárhagsleg ábyrgð við gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana, fagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skólans í heild, deilda, sviða og/eða verkefna og mannaforráð.

Skipaður ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis LHÍ er soleybjort [at] lhi.is (Sóley Björt Guðmundsdóttir), forstöðumaður háskólaskrifstofu og mannauðs- og gæðastjóri

Launastefna LHÍ

Jafnréttisáætlun LHÍ

Vottunarskírteini

Jafnlaunamerki

Eyðublað fyrir erindi utanaðkomandi aðila