Lýsing: Að efla ítölskukunnáttu söngvara; jafnt skilning, framburð og tjáningu. Almenn málnotkun. Unnið með óperutexta og greiningu á völdum óperum. Framburður í söng. Í lok námskeiðsins verður unnið í masterklass þar sem nemendur geta valið hvort þeir eru virkir þáttakendur eða áhorfendur í masterklass, þar sem fluttar eru valin verk með píanói.
Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðs á nemandi að:
  • Geta tjáð sig á einfaldan hátt í töluðu máli.
  • Hafa aukið við þekkingu sína á hljómfalli og framburði ítölsku í söng.
  • Geta sungið tónles og aríu með góðum skilningi á hljómfalli og með réttum framburði.
  • Aukin þekking og skilningur á óperutexta (it. Iibretto).
Lýsing: 
  • Almenn málnotkun
  • Unnið með óperutexta
  • Framburður í söng 
  • Í lok námskeiðisins verður unnið með masterklass þar sem nemendur munu flytja valdar aríur með píanói. 
 
Námsmat: Námsmat byggir á virkri þátttöku og leiðsagnarmati.
Fyrir hverja er námskeiðið: Núverandi nemendur í bakkalárnámi í söng eða sviðslistum. Nemendur úr tónlistarskólum og framtíðarnemendur.
Kennari: Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz
Umsjón með masterklass: Gissur Páll Gissurarson
Píanóleikari á masterklassi: Janet Haney
Einingar: 4 ECTS
Kennslutungumál: íslenska / ítalska
Staðsetning: Laugarnesi
Kennslutímabil: 20. júlí til 29. júlí, masterklass 4.-5. ágúst
Tímasetning: Kennt er frá 9:00 til 11:30, alla virka daga 20.-29. júlí, en masterklass 4.-5. ágúst verða tveir heilir dagar 
Forkröfur: Stúdentspróf
 

Rafræn umsókn