Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllu áhugafólki um tónlist.
 
Í námskeiðinu verður farið yfir íslenska tónlistarsögu frá upphafi 20. aldar og fram til nútímans. Elstu verk sem kynnt verða eru frá því um 1920, nýjustu verkin eru samtímaverk. Fjallað verður um tónskáld og íslenskt tónlistarlíf aldarinnar; erlenda tónlistarmenn sem settust að á Íslandi og þau áhrif sem þeir höfðu á íslenskt tónlistarlíf; tilurð módernisma í íslenskri tónlist; þjóðlega tónlist sem uppsprettu tónsköpunar; tónsköpun á 21. öld, raftónlist og þróun hennar og "krossover" síðustu ára.
 
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
  • þekkja sögu íslenskrar tónlistar frá upphafi 20. aldar og fram á okkar daga,
  • þekkja helstu tónskáld tímabilsins og helstu tónverk þeirra,
  • þekkja helstu atburði Íslandssögunnar sem höfðu áhrif á tónlistarsöguna,
  • þekkja til þeirra erlendu tónlistarmanna sem hingað fluttust á fyrri hluta 20. aldar og skilja hvaða áhrif þeir höfðu á íslenskt tónlistarlíf,
  • þekkja tónlistarsögu tímabilsins að öðru leyti, t.d. tilurð og sögu tónlistarskóla, tónlistarfélaga og hljómsveita.
 
Námsmat: Próf, verkefni og fyrirlestrar 
Kennari: Kolbeinn Bjarnason
Umsjón: Þorbjörg Daphne Hall
Deild: Tónlistardeild
Tímabil: 30. ágúst til 22. nóvember 2022

Stund og staður: Skipholt 31, þriðjudagar, kl. 8:30-10:10, alls 10 skipti

Forkröfur: Stúdentspróf
Einingar: 5 ECTS
Verð: 61.250 kr. (án eininga) – 76.500 kr. (með einingum)
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Opna LHÍ karolina [at] lhi.is

Vinsamlegast athugið að skólinn er lokaður í júlí og unnið verður úr umsóknum í ágúst