Svefnmynstur:

„Sleep is for wimps“, sagði Margaret Thatcher um svefn. En aðrir hafa bent á að svo sé alls ekki, því svefn sé öllum mikilvægur. Svefn hefur margvíslegan tilgang umfram þann að veita hvíld og að safna orku. Þrátt fyrir það hefur svefn og svefnferlið lítið verið í almennri umræðu á meðan mikið er rætt um hreyfingu og mataræði. Í verkinu Svefnmynstur er svefn upphafinn um leið og spurt er hvað svefn sé og hvað hann geri. Teppin eru í grunninn eins en hvert teppi sýnir þó ólík mynstur. Svefn má tengja við gleði, hugarró og vellíðan, og á sama tíma ber svefninn með sér einstaklingsbundna fegurð þess sem sefur: svefnvenjur fólks eru ólíkar – við eigum öll okkar eigið svefnmynstur. 

 

Iona Sjöfn H-Williams

www.iona.is