Í þessu námskeiði ætlum við að kynnast grunnhugmyndum, hugtökum og aðferðum í myndlist í almenningsrými með áherslu á innsetningatækni og inngrip. Nemendur munu öðlast undirstöðu hæfni til að greina rými og vinna verk í rými. Lögð er áhersla á þátttöku í tímum, umræðum og hópavinnu. Einnig er lögð mikil áhersla á sköpun og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur fá tækifæri til að vinna að eigin sköpun í þessu samhengi, í lokaverkefni eru efnistök eru frjáls, nemendur mega vinna með hvaða efni og tækni sem er eins lengi og þeir sýni að þeir hafi unnið út frá rýminu og beit markvíst aðferðum sem kynnt hafa verið. Nemendur munu vinna verk í tengslum við borgarrýmið og sýna.  Námskeiðið byggist á göngum um almenningsrými, kortlagningu, tilraunum, skrásetningu og mikilli útiveru.

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • Hafa öðlast grunn þekkingu á hugtökum og aðferðum í myndlist í almenningsrými
  • Hafa öðlast færi í greiningu á rýmum og í að setja verk í rýmislegt samhengi
  • Geta sett fram eigin verk og hugmyndir í verki í almannarými
  • ​Hafa öðlast getu til að ræða og rökstyðja eigin hugmyndir og hugmyndir annnarra

Kennari: Berglind Jóna Hlynsdóttir
Deild: Myndlistardeild

Kennslutímabil: 9. júní til 2. júlí
Kennsludagar: Miðvikudaga og föstudaga
Kennslutími:  kl. 9:00-16:00
Staðsetning: Þverholti 11 
Fyrir hverja er námskeiðið: Háskólanemendur og aðra sem hafa áhuga á að vinna innan myndlistar
Forkröfur: Stúdentspróf eða sambærilegt nám
Námsmat: verkleg verkefni, þátttaka og mæting
Einingar: 4 ECTS Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf.

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is