Þetta námskeið fjallar um inngildingu - í listum, menningu, menntun og í samfélaginu almennt. Skoðað verður hvað inngilding þýðir, hvers vegna hún er sjálfsögð og mikilvæg og hvaða ólíku sjónarhorn hafa áhrif á inngildingu og jaðarsetningu fólks og hópa í samfélaginu.
Rýnt verður í hvaða gildi inngilding hefur í listum og listrænni þátttöku, í námi og almennri velferð einstaklinga. Sérstaklega verður fjallað um um menntun fyrir öll, þátttöku og aðgengi fólks að ólíkum listgreinum og listnámi, þekkingu og skilning á eðli aðgreiningar í menntakerfinu og í ólíkum listgreinum og leitað leiða til úrbóta. Áhersla er á að auka skilning á ólíkri skynjun og taugamargbreytileika (e. Neurodiversity) og rýnt í ,,verkfæri" sem nýtast í kennslu og starfi með fólki til þess að stuðla að fullri þátttöku fólks með allskonar færni.
Gestafyrirlesarar, vettvangsheimsóknir, þátttaka og innlegg nemenda á námskeiðinu skipa einnig stóran sess á námskeiðinu.

Að loknu námi skulu nemendur: 

  • Hafa skilning á hvað felst í hugtakinu „inngilding“ í vestrænni menningu, með áherslu á kenningar sem lúta að gildi lista í menntun og uppeldi.  
  • Hafa getu til að leggja fram og standa með afstöðu sinni og skoðunum í rökræðu um félagsleg og menntunarleg málefni. 
  • Sýna fram á nauðsynlega þekkingu til að geta greint, lýst og rætt málefni er varða tengsl milli stofnana, samfélags, samfélagshópa og félagslegrar inngildingar. 
  • Sýna fram á þeir geti rökstutt val sitt á menntunarlegum og listrænum aðferðum og kenningum í samfélagstengdum og listrænum verkefnum sem miða að velferð og virkni.  

 

Umsjón: Margrét M. Norðdahl
Einingar: 5 ECTS
Námsmat: Þáttaka og verkefnavinna
Staður: Laugarnes
Tímabil: 27. september til 25. október 2023
Kennsludagar og tími: Miðvikudagar, kl. 9:20-12:10
Forkröfkur: Námskeiðið er kennt við listkennsludeild í meistaranámi í listum og velferð
Tungumál: Íslenska
Verð: 5 eininga námskeið - 61.250 kr. (án eininga) / 76.500 kr. (með einingum)
Nánari upplýsingar: opni [at] lhi.is
Umsóknargátt  

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.