Spilagleði njóttu svo lengi kostur er
- Starfendarannsókn -

 

Í þessu meistaraverkefni geri ég grein fyrir starfendarannsókn minni sem ég framkvæmdi á tveggja ára tímabili í samhengi við notkun mína og þróun á kennsluháttum eftir hugmyndafræði fríspuna í píanókennslu.
 
Ég leitast við að svara þeirri spurningu hvort fríspuni sé leið sem henti ungum píanónemendum. Þau fræði sem ég hef kosið að leggja minni umfjöllun til grundvallar eru byggð á hugmyndum hugsmíðahyggjunnar, hugmyndum um nemandann sem þekkingarsmið og þann samstarfsgrundvöll sem ég tel að eintaklingsmiðað nám þurfi að byggjast á. Í því ljósi fjalla ég um kenningar fræðimanna og kvenna sem benda á mikilvægi leiks, sköpunar og spuna í tónlist. Megináhersla mín er að skoða hvernig ég útfæri og þróa kennslu mína út frá hugmyndafræði og aðferðafræði fríspuna og hvernig nemendur bregðast við þeirri viðleitni.
 
Öflun gagna fór fram með upptökum á hljóðfæratímum píanónemenda minna á tveggja ára tímabili, ég skráði einnig hugleiðingar mínar fyrir og eftir kennslutíma ásamt því að gera hljóðupptökur á hugleiðingum mínum á göngu í guðsgrænni náttúrunni.
 
Helstu áskoranir voru að hafa hemil á eigin kennsluorku og stýringu spunans, vinna með fríspuna ungra nemenda grundvallast á virkri hlustun kennarans sem setur sig í jafningjastöðu í spunaferlinu.
 
Niðurstöður benda til að notkun fríspuna í píanókennslu sé áhugaverð leið og vel til þess fallin til að skapa góð skilyrði til að laða fram sköpunarkraft, spilagleði og flæði ungra píanónemenda. Tæknivinna og vinna með fínhreyfingar þær sem tengjast píanóleik tel ég njóta góðs af notkun fríspuna í þessu samhengi. Ég tel að slík nálgun sé vel til þess fallin að auka spilagleði og vellíðan hjá ungum nemendum.
 
 
ingunnhildurhauksdottirmyndlokaverkefnilhi.jpg

 

Ingunn Hildur Hauksdóttir
ingunnhildur [at] gmail.com
soundcloud.com/ingunn_pianist_teacher
Leiðbeinendur: Hafþór Guðjónsson og Ingimar Ólafsson Waage
30 ECTS
2022