Fyrir hverja er námskeiðið:

Í námskeiðinu verður fjallað um grunnatriði og grunnhugtök táknfræðinnar og ólíka táknheima í ljósi hönnunar, arkitektúrs, menningar og lista. Fjallað er um sérstöðu og takmarkanir mannlegrar skynjunar og tjáningar með hliðsjón af grunnhugtökum fyrirbærafræði og greinarmuninum á sannleika og túlkun. Lögð er áhersla á gagnrýna umræðu um menningu og ímyndarsköpun, meðal annars út frá grundvallarhugmyndum um táknfræði og menningargreiningu.

Í lok námskeiðisins eiga nemendur að:

  • hafa öðlast skilning á grunnatriðum og grunnhugtökum táknfræðinnar og geta beitt þeim
  • hafa öðlast skilning á grunnhugtökum fyrirbærafræði í samhengi merkingarsköpunar og merkingarframleiðslu
  • geta gert greinarmun á hugtökum eins og sannleikur og túlkun og geta notað þau í gagnrýnni umræðu um merkingu og gildi
  • þekkja grundvallarhugmyndir í táknfræði og menningargreiningu og geta beitt kenningum í samhengi menningar, hönnunar og lista

Námsmat: þátttaka í tímum og verkefni

Kennarar: Bryndís Björgvinsdóttir og Marteinn Sindri Jónsson

Staður og stund: Þverholt, þriðjudögum, kl. 10:30-12:10

Tímabil: byrjar 25. ágúst

Kennslutungumál: íslenska

Stig:

Einingar: 4 ECTS

Verð: 4ra eininga námskeið - 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 

 

Nánari upplýsingar: