UPPSELT ER Í FYRRA NÁMSKEIÐIР
SKRÁNING ER HAFIN Í AUKANÁMSKEIÐIÐ 4.-11. ÁGÚST

Byrjendanámskeið í notkun Adobe Illustrator forritsins, sem er eitt helsta teikniforritið sem hönnuðir nota og það mest notaða í heimi. Forritið er mikið notað í alls konar grafíska vinnu, mynsturgerð, tækniteikningar, tískuteikningar ofl. Farið verður yfir helstu atriði til þess að gera plakat, auglýsingu, flyer, tækniteikningu, tískuteikningu, nafnspjald ofl. Sumarnámskeið sem kennt er í 4 skipti og 3 tíma í senn, samtals 12 tímar.

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 

  • Öðlast skilning á Illustrator sem alhliða vektor eða línuteiknunarforriti 
  • Þekkja helstu aðgerðir forritsins sem kunna að koma að notkun hverju sinni 
  • Hafa náð góðum tökum á grundvallaratriðum forritsins til að geta unnið með texta, form og myndir 
  • Kunna að skila af sér skjölum til prentunar 

Kennari: Brynhildur Þórðardótir
Deild: Hönnunardeild
Kennslutungumál: íslenska  

FYRRA NÁMSKEIÐIÐ
Kennslutímabil og dagar: 
Kennt er í fjögur skipti, 7. júní til 16. júní 
1. tími: mánudag 7. júní
2. tími: miðvikudag 9. júní
3. tími: mánudag 14. júní
4. tími: miðvikudag 16. júní
Kennslutími: 13:00 til 16:00   

AUKA NÁMSKEIÐ
Kennslutímabil og dagar: 
kennt er í fjögur skipti, 4.-11. ágúst
1. tími: miðvikudag 4. ágúst 
2. tími: föstudag 6. ágúst 
3. tími: mánudag 9. ágúst 
4. tími: miðvikudag 11. ágúst
Kennslutími: 13:00 til 16:00   

Kennslustaður: Þverholti 11, stofa 401 
Kennslutungumál: íslenska  
Einingar: án eininga 
Fyrir hverja: Námskeiðið nýtist þeim sem hafa áhuga á hönnun og vilja læra grunnatriði í notkun forritsins  
Forkröfur: Opið öllum 18 ára og eldri, nemendur verða að hafa eigin tölvur og aðgang að forritinu 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður
 

Further information: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Please note due to COVID-19, the course plan might change with short notice

Please note, if we do not reach minimum participation the course will be cancelled.

Umsóknareyðublað

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is