Sláðu inn leitarorð
Ida Hundertmark
Komur, brottfarir
Komur, brottfarir
Notaðar ferðatöskur, blandað efni
“Þetta var uppáhalds taskan hans afa míns.”
“Mér var gefin þessi taska af vinkonu sem lést. Ég hafði ekki brjóst í mér að nota hana, en hún hefði viljað sjá hana fara í þetta ferðalag.”
“Amma mín pakkar alltaf í aukatösku handa mér þegar ég heimsæki hana.”
“Þetta var taskan sem ég pakkaði í þegar ég fór í fyrsta skipti að búa.”
Við tökum minningarnar með okkur þegar við ferðumst í gegnum lífið. Þeim er vandlega pakkað niður, það er haldið á þeim, þær lenda stundum í tapað fundið, eða þær gefnar ókunnugum líkt og maður væri að rétta einhverjum tösku.
