Komur, brottfarir

Notaðar ferðatöskur, blandað efni

“Þetta var uppáhalds taskan hans afa míns.”

“Mér var gefin þessi taska af vinkonu sem lést. Ég hafði ekki brjóst í mér að nota hana, en hún hefði viljað sjá hana fara í þetta ferðalag.”

“Amma mín pakkar alltaf í aukatösku handa mér þegar ég heimsæki hana.”

“Þetta var taskan sem ég pakkaði í þegar ég fór í fyrsta skipti að búa.”

Við tökum minningarnar með okkur þegar við ferðumst í gegnum lífið. Þeim er vandlega pakkað niður, það er haldið á þeim, þær lenda stundum í tapað fundið, eða þær gefnar ókunnugum líkt og maður væri að rétta einhverjum tösku. 

17._ida_hundertmark_ida.hundertmarkhotmail.com-18.jpg