Í námskeiðinu verður fjallað um hugtök og kenningar á sviði arkitektúrs með sérstakri áherslu á hugtökin mælikvarði og tími. Rýnt verður í hvernig hugtökin speglast á mismunandi hátt í ólíkum kenningum, textum, rannsóknum, aðferðum, og úrlausnum á sviði arkitektúrs og manngerðs umhverfis. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, samræðum út frá lesnum textum og sjálfstæðum vettvangsrannsóknum. Nemendur halda vinnubók og nota hana til að þróa eigin aðferðir úrvinnslu og miðlunar á grunni fræðilegra kenninga og hugtaka.

 

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 

  •  kunna skil á hugtökum og kenningum sem eru til umfjöllunar í námskeiðinu og geta nýtt til greiningar ólíkra verkefna á sviði arkitektúrs, 
  •  geta nýtt sér hugtök og kenningar námskeiðsins og sett í samhengi við eigin vangaveltur, rannsóknir og hönnunarverkefni, 
  •  geta nýtt sér hugtök og kenningar til að fjalla um nærumhverfi sitt og samtímaarkitektúr á gagnrýninn og skapandi hátt

 

Kennari: Óskar Örn Arnarsson
Einingar: 4 ECTS
Námsmat: verkefni og ritgerð
Staður: Þverholt
Tímabil: 22. ágúst - 26. október 2023
Kennsludagur og tími: Þriðjudagar, kl. 10:30-12:10
Forkröfur: Stúdentspróf, námið er kennt í arkitektúrdeild og er á BA stigi
Tungumál: íslenska
Nánari upplýsingar: opni [at] lhi.is
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76026720236&sid=

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Umsóknargátt